Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45564
Verkefni þetta ber titilinn „Orðin frjáls fugl“ og er byggt á fjórum viðtölum við konur sem hafa gengið í gegnum skilnað. Tilgangur verkefnisins er að fá innsýn inn í líf kvenna sem gengið hafa í gegnum skilnað, kannað er hvernig tómstundir þeirra voru fyrir skilnað, á meðan skilnaður er í gangi og eftir skilnað ásamt áhrifum „þriðju vaktarinnar“. Í fræðilegri umfjöllun er farið yfir hugtök tómstundafræðinnar, mikilvægi tómstunda, skilnað og áhrif þess á fólk sem gengur í gegnum skilnað og „þriðju vaktina“. Rannsóknin sjálf er eigindleg rannsókn, tekin voru fjögur viðtöl við konur á aldrinum 48 – 51 árs. Niðurstöður benda til þess að mikil aukning sé á tómstundum hjá konum eftir skilnað, tómstundir hjálpuðu öllum þátttakendum í skilnaðarferlinu, jafnframt kemur í ljós að „þriðja vaktin“ hefur mikil neikvæð áhrif á frítíma og tómstundir hjá konum þar sem auka störf heimilisins voru oftast í þeirra verkahring.
Lykilhugtök: Tómstundir, skilnaður, andleg heilsa, þriðja vaktin, frítími.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Orðin-frjáls-fugl-Lokaritgerð-vor-2023-AES.pdf | 405,45 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing - aes .pdf | 90,08 kB | Locked | Declaration of Access |