is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45568

Titill: 
  • Farsæl vegferð í námi og kennslu : hvernig getur leiðsagnarnám stuðlað að jákvæðum námsárangri?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu yngri barna. Í þessari ritgerð verður fjallað um fræðin sem liggja að baki leiðsagnarnámi og kennsluaðferð þess, og að leiðsagnarnám geti stuðlað að jákvæðum námsárangri. Einnig hvernig leiðsagnarnám nýtist í skólastarfi til að ná markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig getur leiðsagnarnám stuðlað að jákvæðum námsárangri? Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að leiðsagnarnám stuðli að jákvæðum námsárangri, auki áhuga í námi og trú á eigin getu. Niðurstöður rannsókna sýna að endurgjöf og góð námsmenning skila jákvæðum árangri til nemendahópsins.
    Höfundur telur að leiðsagnarnám gefi góðan árangur þegar unnið er markvisst með þau verkfæri sem eru lögð til grundvallar. Vinsældir leiðsagnarnáms hafa aukist á Íslandi og kennsluaðferðir leiðsagnarnáms virðast henta vel fyrir grunnskóla til að mæta þeim kröfum sem settar eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla.
    Höfundur vonast til að þessi ritgerð verði verðugt framlag til að miðla þekkingu leiðsagnarnáms til grunnskóla landsins svo hægt sé að stuðla að jákvæðum námsárangri hjá nemendum í framtíðinni. Höfundur vonast til að þessi ritgerð verði öðrum skólum hvatning til að innleiða leiðsagnarnám.

Samþykkt: 
  • 10.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SnidmatA4 2.pdf506.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_.pdf266.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF