is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45571

Titill: 
  • Staða þroskahamlaðs fólks á almennum atvinnumarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um möguleika fólks með þroskahömlun á almennum vinnumarkaði hér á Íslandi. Fatlað fólk, þar með talið fólk með þroskahömlun, er meðal jaðarsettustu hópa samfélagsins. Farið verður yfir samning Sameinuðu þjóðanna, lög sem gilda um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks, þar með talið fólks með þroskahömlun og einnig er farið yfir ólík sjónarhorn og hvernig þau hafa gefið okkur betri sýn á stöðu fólks með þroskahömlun innan samfélagsins. Að vera þátttakandi á atvinnumarkaði ýtir undir sjálfstraust, sjálfsvirðingu og með því að afla eigin tekna gefur það fólki kost á sjálfstæðara lífi. Þar að auki er það sem maður vinnur við stór hluti af sjálfsmynd fólks. Því eru atvinnumál þroskahamlaðra mikilvægt málefni sem vert er að rannsaka vel. Markmið ritgerðarinnar er að komast að því hvernig aðgengi að almennum vinnumarkaði er hjá þroskahömluðu fólki á Íslandi og fá innsýn í stöðu fólks með þroskahömlun á almennum vinnumarkaði. Einnig að vekja athygli á því hvað atvinna fyrir fólk með þroskahömlun er mikilvæg alveg eins og fyrir aðra hópa í samfélaginu okkar. Frumniðurstöður ritgerðarinnar eru að tækifæri fyrir fólk með þroskahömlun eru færri en hjá öðrum hópum, til dæmis öðrum hópum fatlaðs fólks. Einnig hafa niðurstöður rannsókna sýnt fram á að fólk með þroskahömlun þarf jafn mikið á því að halda að vera úti á almenna vinnumarkaðinum og aðrir hópar, þar sem vinna á almennum vinnumarkaði getur gefið manni svo mikið, eins og nefnt var hér að ofan. Það byggir upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu og þarf fólk með þroskahömlun jafn mikið á því að halda og aðrir.

Samþykkt: 
  • 10.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45571


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staða Þroskahamlaðs fólks á almennum atvinnumarkaði.pdf382.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing Bergþóra Anna .pdf259.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF