is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45572

Titill: 
  • Þjónandi forysta og félagsmiðstöðvar : hvernig getur þjónandi forysta nýst leiðtogum innan félagsmiðstöðva til að ná markmiðum starfsins?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagsmiðstöðvar eru vettvangur fyrir unglinga til að hittast á jafningjagrundvelli þar sem þeir geta nýtt frítíma sinn á uppbyggilegan máta, á öruggum stað þar sem faglegir leiðtogar veita forystu. Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvernig forystukenningin sem kennd er við þjónandi forystu getur nýst forstöðumönnum og leiðtogum félagsmiðstöðva. Þjónandi forysta snýst um þá hugmynd að leiðtoginn er fyrst og fremst þjónn. Slíkur leiðtogi leitast við að sinna mikilvægustu þörfum fylgjenda sinna og að skapa umhverfi þar sem samvinna, traust og ábyrgð eru ráðandi. Niðurstöður benda til þess að þjónandi forysta innan félagsmiðstöðva getur verið sérstaklega áhrifarík þar sem hún stuðlar að jafnrétti, þátttöku og skuldbindingu við vöxt fólks. Leiða má líkum að því að forystukenningin þjónandi forysta eigi vel við vettvang félagsmiðstöðva sé horft til bæði sérkenna og áskorana sem einkenna félagsmiðstöðvar, til að mynda hve ungur starfsmannahópur þeirra er, starfsmannavelta töluverð og hve lágt hlutfall starfsmannahópsins er skipað menntuðu fagfólki í tómstunda- og félagsmálafræði. Lykilhugtök þessa lokaverkefnis eru Þjónandi forysta, fagmennska, gæðastarf, félagsmiðstöðvar, tómstundir.

Samþykkt: 
  • 10.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónandi forysta og félagsmiðstöðvar_BA verkefni.pdf411,63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing..pdf168,34 kBLokaðurYfirlýsingPDF