Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45573
Skjánotkun og skjáhorf hefur aukist verulega með tilkomu snjalltækja og ekki síst meðal ungra barna. Rannsóknir sýna að sífellt yngri börn eru farin að nýta þessa tækni og eru þau oft ekki nema nokkra mánaða þegar þau komast í snertingu við slík tæki. Þroski barna er ævilangt ferli og er oft metið með tillit til fjölmargra þátta þess, svo sem vitsmuna-, félags-, mál- og hreyfiþroska. Skjáhorf getur bæði ýtt undir og hægt á þessum þroska. Í þessari ritgerð verður greint frá áhrifum skjánotkunar á andlega og líkamlega heilsu þriggja til átta ára barna. Tilgangur ritgerðarinnar er að upplýsa foreldra, forráðamenn og fagfólk, varpa ljósi á netöryggi barna og skoða bæði jákvæð og neikvæð áhrif sem skjánotkun hefur á ung börn. Meginniðurstöður sýna að af ung börn stundi óhóflega skjánotkun geti það haft bæði líkamleg og andleg áhrif á börn. Einnig geta börn, sem horfa á efni sem ekki er hentugt fyrir þeirra aldur, glímt við ýmis vandamál síðar á ævinni. Sem dæmi má nefna að þau eru líklegri til að glíma við vandamál vegna offitu og aukin geðræn vandamál. Einnig eru þau berskjaldaðri gegn kynferðislegu myndefni og ef til vill öðru óæskilegu efni á neti sem getur valdið þeim áhyggjum, ótta eða óöryggi. Hins vegar geta snjalltæki og samfélagsmiðlar haft jákvæð áhrif og eflt þroska barna ef þau eru notuð á markvissan hátt og í samræmi við aldur og þroska hvers barns.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil.pdf | 532.58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Skemman.pdf | 444.38 kB | Lokaður | Yfirlýsing |