is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45574

Titill: 
  • ,,Hey, eigum við ekki að byggja saman?" : félagslegt nám í leik með einingakubba : vettvangsathugun í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á félagslegt nám 4-5 ára leikskólabarna í leik þeirra með einingakubba. Þetta var gert með því að skoða fræðilegar heimildir um viðfangsefnið auk þess að gera athuganir í leik barna í leikskóla. Leikur er megin námsleið barna og fást þar ríkuleg tækifæri til félagslegs náms. Hlutverk leikskólakennara er meðal annars að veita börnum örvandi leikefni sem ýtir undir nám barna. Byggingaleikur snýst um að börn hagræði, meðhöndli og raði saman efnivið. Í byggingaleik getur farið fram samleikur á milli barna þar sem félagslegt nám á sér stað. Að auki þróast byggingaleikurinn gjarnan út í hlutverkaleik þar sem börn geta mátað sig við ný hlutverk, unnið úr eigin reynslu og lært af samskiptum við hvort annað. Athuganir sem gerðar voru í leikskóla áttu sér stað í dagskipulagi leikskóla þar sem börn gátu valið sér um viðfangsefni og leikefni. Leikur með einingakubba var sjálfsprottinn af 4-5 ára börnum í litlum hópum. Tilgangurinn með athugunum var að skoða hvernig félagslegt nám barnanna birtist í leiknum. Niðurstöður sýndu að í leik með einingakubba var stuðlað að samvinnu, virðingu, félagslegum samskiptum, hjálpsemi og lausnarleit. Bryggingaleikurinn þróaðist ávallt út í hlutverkaleik sem innihélt félagsleg samskipti og félagslegt nám þar sem börnin settu sig í spor hvers annars og unnu úr eigin reynsluheimi.

Samþykkt: 
  • 10.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. - Félagslegt nám í leik með einingakubba.pdf336.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.JPG287.81 kBLokaðurYfirlýsingJPG