is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45582

Titill: 
  • Brighton-kampur og hernámið : námsvefur og grenndarkennsla á Álftanesi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er hluti af lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu, með áherslu á samfélagsgreinar, við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er herseta Breta og Bandaríkjamanna á Álftanesi, þær herminjar sem þar er að finna og hvað þær hafa upp á að bjóða til náms og kennslu. Meginhluti verkefnisins er námsvefur sem hugsaður er fyrir efsta stig grunnskóla á Álftanesi, en hann inniheldur umfjöllunarefni, verkefni og umræðuspurningar til stuðnings við yfirferð á þessu viðfangsefni. Nýta má grenndarkennslu til að vekja áhuga nemenda á sögu og umhverfi í eigin heimabyggð. Með því er verið að beina sjónum að nærumhverfi nemenda og hvernig má nýta það til að dýpka skilning þeirra á viðfangsefninu sem um ræðir. Námsvefnum er ætlað að styðja við núverandi námsefni í grunnskólum en hefur þó alla burði til að standa einn og sér. Um langa tíð hefur skólafólk, íslenskt sem erlent, talað fyrir mikilvægi þess að tengja nám við það sem er nálægt nemendum áður en farið er í það fjarlæga. Af þeim sökum býr þessi námsvefur yfir miklu hagnýtu gildi sem felst einkum í því að skapa svigrúm og tækifæri fyrir nemendur á tilteknu svæði til að kanna eigið nærumhverfi betur. Á þann veg finna nemendur skírskotun til þess sem fjallað er um í námi þeirra, sem er mikilvægt í grenndarkennslu. Þá felst nýsköpunargildi verkefnisins einkum í afurðinni, námsvefnum og kennslumyndböndunum, en stafrænt námsumhverfi um þetta viðfangsefni er fyrst sinnar tegundar.

Samþykkt: 
  • 11.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vefsíða lokaskil-Skjáskot.pdf40.27 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_EKK.pdf163.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Greinargerð - Lokaskil 8. maí (Elías Kristinn Kristinsson).pdf1.38 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna