Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45586
Lokaverkefnið samanstendur af fræðsluefninu Til þín kæra foreldri sem er í formi plaggats með QR kóða og fræðilegri greinargerð. Þegar QR kóðinn er skannaður leiðir hann lesendur yfir í fræðsluefni sem er stutt og hnitmiðað. Í fræðsluefninu er fjallað um að góð samvinna og samskipti foreldra geta minnkað streitu og aukið ánægju í þvi veigamikla hlutverki sem fylgir því að ala upp barn. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi öruggra tengsla milli foreldra og barna ásamt ávinningi leiðandi uppeldishátta fyrir farsæla framtíð barna. Markmið fræðsluefnisins er að gera foreldra meðvitaðri og öruggari í uppeldishlutverkinu með því að fjalla um þær grunnhugmyndir sem fylgja foreldrahlutverkinu, parasambandinu, tengslamyndun og uppeldisháttum. Í greinargerðinni verða færð rök fyrir hvers vegna málefnið er mikilvægt og af hverju farið er þá leið að hafa fræðsluna í formi plaggats með QR kóða til að ná til foreldra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Til þín kæra foreldri.pdf | 5,01 MB | Lokaður til...01.07.2074 | Heildartexti | ||
skemman_yfirlysing_.pdf | 170,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Til þín kæra foreldri - Greinargerð um fræðsluefni sem ætlað er að styrkja foreldra í foreldrahlutverkinu .pdf | 663,69 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |