is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45587

Titill: 
  • Gagnrýnin hugsun og kynjakerfið : verkefnabanki í samfélagsgreinum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er kennsluefni fyrir kennara í samfélagsgreinakennslu á unglingastigi sem fjallar um eitraða karlmennsku, femínisma, öfgahyggju og tengsl samfélagsmiðla við þessi málefni. Mikilvægt er að taka þessi viðfangsefni fyrir í samfélgaslegu landslagi dagsins í dag þar sem samfélagsmiðlar eru í sífelldri notkun hjá unglingum og fá þeir margvíslegar misáreiðanlegar upplýsingar þaðan. Með kennsluefninu er stuðlað að gagnrýnni hugsun og nemendur gefið færi á að öðlast færni í að ögra viðhorfum eins og kynjamisrétti. Hvert verkefni hefst með því að varpa ljósi á vandamálið. Í greinargerðinni verður farið yfir lykilatriði samfélagsgreinakennslu og hvernig sé hægt að beita ýmsum aðferðum til þess að bæta gagnrýna hugsun nemenda. Í verkefnabankanum eru fimm fjölbreytt verkefni sem kennarar eiga að geta notað til þess að kenna nemendum sínum um viðfangsefnin svo þau geti búið sig undir að vera virk í samfélaginu í framtíðinni. Verkefnabankinn er aðgengilegur á heimasíðunni https://sites.google.com/view/verkefnabanki-ellenmartabaran/home.

Samþykkt: 
  • 11.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð_emb23.pdf257.66 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Verkefnabankinn_emb23.pdf244.32 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_emb23.pdf121.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF