Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45588
Þessi ritgerð er lokaverkefni til BS-prófs í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í þessari ritgerð verður fjallað um afreksvæðingu barna í skipulögðu íþróttastarfi og hvenær æskilegt er að hefja afreksþjálfun. Margar stefnur eru gefnar út sem leiðarvísar fyrir félög og þjálfara til þess að hafa sem besta íþróttastarf í boði fyrir iðkendur sína. Afreksþjálfun of snemma getur ýtt undir ákveðna áhættuþætti og verður fjallað um þrjá algengustu áhættuþættina í þessari ritgerð; ofþjálfun, kvíða og kulnun. Þjálfun barna og ungmenna verður því að taka inn í myndina aldur og þroskastig áður en æfingaáætlun er hönnuð. Mikilvægt er að allir sem koma nálægt þjálfun barna og ungmenna séu upplýstir um áhættuþætti snemmtækar afreksþjálfunar og má þar helst nefna þjálfara, foreldra og fagaðila hjá íþróttafélögum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs-Emil-Asmundsson-2023.pdf | 327.82 kB | Lokaður til...01.05.2042 | Heildartexti | ||
yfirlysing_skemma.pdf | 464.23 kB | Lokaður | Yfirlýsing |