Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45591
Tómstundir eru stór hluti af lífi hvers og eins, þær efla lífsgæði og auka möguleika fólks á að eiga félagsleg samskipti hvert við annað. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka í tómstundum hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan einstaklinga. Í þessari ritgerð verður fjallað um mikilvægi þátttöku fólks með fötlun í tómstundum og þær hindranir sem geta verið fyrir þeirri þátttöku. Þá verður einnig fjallað um það hvernig sveitarfélög og stofnanir sem bjóða upp á fjölbreyttar tómstundir geta þróað starf sitt og þjónustu í átt til meiri inngildingar, m.a. með hliðsjón af bandarískri fyrirmynd að fræðslu fyrir starfsfólk sem byggir á hugmyndafræði algildrar hönnunar. Von mín er sú að verkefnið hvetji sveitarfélög og stofnanir sem bjóða upp á tómstundir og afþreyingu til að taka höndum saman um að ryðja hindrunum úr vegi fyrir tómstundaiðkun fólks með fötlun. Lykilhugtök þessarar ritgerðar eru tómstundir, réttindi fólks með fötlun, inngilding og hindranir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-lokaverkefni_Erna Guðjóns-Lokaskil.pdf | 389,87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 841,3 kB | Lokaður | Yfirlýsing |