Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45592
Málfræðikennsla hefur lengi einkennst af vinnubókavinnu þar sem stærsti hluti verkefna eru eyðufyllingar- og undirstrikunarverkefni. Kennslan hefur einnig mikið snúist um að hamra á réttu og röngu máli samkvæmt gömlum málstaðli en ekki mikið talað um mismunandi málvenjur fólks. Þessi kennsla er ekki mjög skapandi en Aðalnámskrá grunnskóla segir að öll kennsla eigi að fylgja grunnþáttum menntunar en einn grunnþáttur menntunar er sköpun. Sköpun á því að fléttast inn í allt nám og þar með talið málfræði. Hér er málfræðinámsefni á miðstigi greint og athugað hvernig sköpun birtist í því. Greindar eru tvær bókaraðir, Málrækt og Orðspor. Bókaraðirnar eru misgamlar en önnur kom út á eftir núgildandi aðalnámskrá á meðan hin kom út fyrir. Bókaraðirnar verða bornar saman til að sjá hvort framfarir hafi orðið í þessum efnum. Hver bók er tekin og fundin öll þau verkefni sem telja má til skapandi verkefna. Niðurstöðurnar eru að einhverja sköpun er að finna í hverri bók en Orðspors-bækurnar eru þar betur settar enda eru þær nýrri. Þó svo að einhverja sköpun hafi verið að finna í Málrækt þá var það mestmegnis í formi ritunar og því einhæf sköpunarvinna. Taka má þessar niðurstöður og velta fyrir sér hvort kenna eigi báðar þessar bókaraðir og hvort bæta þurfi við enn meiri sköpun í málfræðikennsluna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Er málfræðikennsla skapandi - greining á sköpun í málfræðinámsefni á miðstigi.pdf | 470,2 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 260,34 kB | Locked | Declaration of Access |