is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45593

Titill: 
  • Áhrif tíðahrings á frammistöðu kvenna í íþróttum : samantekt rannsókna með áherslu á knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestar konur hafa stundað íþróttir á einhverjum tímapunkti á æviskeiði sínu. Að því sögðu hafa allar konur upplifað tíðahringinn eftir ákveðinn aldur. Konur hafa verið að stunda íþróttir af miklu kappi síðustu áratugi og hefur þátttaka þeirra í ýmsum íþróttum aukist til muna. Því er mikilvægt að velta því fyrir sér hvers vegna enn sé svona mikill munur á milli frammistöðu kynjanna í íþróttum. Hugsanlega getur það meðal annars stafað af mismunandi hormónajafnvægi í líkamsstarfsemi kvenna miðað við karla. Konur hefja tíðablæðingar við ákveðinn aldur og fara þá af stað hormónasveiflur í samræmi við tíðahringinn. Tíðahringnum er skipt upp í ákveðin stig þ.e. eggbússtig og gulbússtig og stundum er einnig talað um egglosstig. Á mismunandi stigum tíðahringsins er svo mismikil framleiðsla og seyting kvenhormóna. Það eru hormón á borð við estrógen og prógesterón sem hugsanlega gætu haft áhrif á frammistöðu kvenna í íþróttum, þar sem þau hafa áhrif á ýmiss efnaskipti líkamans sem og aðra starfsemi hans. Athyglisvert er að skoða hvers konar áhrif þessi hormón hafa á líkamann og hvernig er hægt að hagnýta rannsóknir á þessu sviði til að aðlaga þjálfun íþróttakvenna til samræmis við tíðahringinn til að ná fram hámarksafkastagetu og bæta þannig frammistöðu kvenna í viðkomandi íþrótt.

Samþykkt: 
  • 11.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf269,73 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð - skil 8. maí.pdf650,07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna