Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45596
Þetta er 10 eininga lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Tilgangur lokaverkefnis er að setja upp námskeið fyrir börn og ungmenni sem búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi. Verkefninu er skipt í námskeið og greinargerð. Námskeiðinu er skipt upp eftir ákveðnum þáttum, meginþema námskeiðsins er sjálfsvinna og jákvæðar tómstundir. Í greinargerðinni kemur fram fræðileg tenging þáttanna sem námskeiðið byggir á. Fjallað er um skilgreiningu á tómstundum og stuttlega fjallað um þróun tómstunda á Íslandi. Farið er yfir hver ávinningur þess að stunda tómstundir er. Til þess að skilja aðstæður barnanna er farið ofan í skilgreiningu á ofbeldi og afleiðingum ofbeldis. Í framhaldi af því er sett fram námskeiðsáætlun með það markmið að mæta þörfum barna sem búa við eða hafa búið við ofbeldi. Börn sem búa eða hafa búið við heimilisofbeldi glíma oft við geðraskanir eins og kvíða, þunglyndi og áfallastreitu. Jákvæðar tómstundir geta haft góð áhrif á geðræna vanda.
Lykilhugtök: tómstundir, ávinningur tómstunda, börn og ungmenni, ofbeldi, afleiðingar ofbeldis, geðrænn vandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
skemman_yfirlysing_.pdf | 212,52 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Kennsluáætlun - Ég má hafa gaman.pdf | 188,19 kB | Opinn | Kennsluáætlun | Skoða/Opna | |
BA-greinagerð.pdf | 625,93 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Ég má hafa gaman.pdf | 11,69 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |