Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45597
Greinargerð þessi fjallar um notkun forritsins MathCityMap í stærðfræðikennslu á elsta stigi grunnskóla. Forritið dregur saman hugmyndir um stærðfræðistíg og notkun snjalltækja í kennslu. Fræðilegt samhengi greinargerðarinnar gerir grein fyrir gagnsemi útikennslu, notkun snjalltækja í kennslu og rannsóknum á notkun forritsins. Leitast er svara við spurningunni hvernig má nýta MathCityMap og annan hugbúnað til útikennslu í stærðfræði á elsta stigi. Tilgangur verkefnisins er að kynna fyrir núverandi og verðandi kennurum nýja möguleika í stærðfræðikennslu. Með greinargerðinni fylgir þá fullbúinn stærðfræðistígur innan forritsins MathCityMap sem prófaður hefur verið með nemendum í 10. bekk. Ítarleg umfjöllun um notkun og notagildi forritsins er sömuleiðis viðfangsefni greinargerðarinnar. Niðurstöður sýna að MathCityMap og annar hugbúnaður geti með góðu móti nýst við kennslu á elsta stigi grunnskóla.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman_yfirlysing (1).pdf | 368,21 kB | Locked | Declaration of Access | ||
Notkun stærðfræðistígs í kennslu stærðfræði í 10. bekk grunnskóla.pdf | 2,32 MB | Open | Report | View/Open |