Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45600
Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hver upplifun hinsegin kennara er af hinsegin inngildingu í íslensku skólastarfi og hvernig að þeir upplifa sig sem hinsegin í kennslustarfi. Rannsókn sem þessi hefur ekki verið gerð áður á íslenskum kennurum og því vonast ég til rannsókn þessi bæti úr þekkingarskorti á þeim veruleika sem að hinsegin kennarar búa við. Í upphafi átti aðeins að athuga hver upplifun og viðhorf væru til hinseginfræðslu en síðar kom í ljós að af svo mörgu væri að taka að sú rannsókn yrði afar takmarkandi. Rannsóknin er eigindleg rannsókn þar sem að tekin voru viðtöl við fjóra kennara sem starfa við grunnskólakennslu en þó í mismunandi fögum en þó á öllum aldursstigum grunnskólans. Segja mætti að niðurstöðurnar séu sláandi ef miðað er við að rannsóknin sé gerð á Íslandi, landi sem er þekkt fyrir að vera afar framsækið þegar að kemur að réttindum hinsegin samfélagsins. Kennarar deila sögum af skorti á hinseginvænu námsefni sem og öráreitni í garð hinsegin fólks og telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að réttindinum hinseginsamfélagsins innan veggja skólans. Niðurstöðurnar eru mikilvægar í ljósi þess að þörf sé á að viðurkenna vandamálið og að finna þurfi leiðir til þess að bregðast við til þess að íslenskt skólakerfi geti státað sig af því að geta að sagt að hér séu öll velkomin.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil 8. maí - Gunnlaugur Hans Stephensen.pdf | 492.69 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing fyrir Skemmuna1 - Gunnlaugur Hans Stephensen.pdf | 94.19 kB | Lokaður | Yfirlýsing |