Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45602
Matarsóun hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og hafa rannsóknir sýnt fram á að hátt í einn þriðji af öllum mat í heiminum sem framleiddur er fari til spillis. Þetta er eins og að fara í búðina, kaupa þrjá innkaupapoka af mat en skilja einn eftir. Á sama tíma erum við enn að glíma við mikla hungursneið í heiminum. Með aukinni meðvitund hefur umræðan um umhverfisvernd, matarsóun og sjálfbærni verið haldið hátt á lofti. Mikilvægt er að við tökum réttar ákvarðanir og gerum okkar besta til þess að huga betur að nýtingu matar af virðingu við okkur sjálf og umhverfið. Í þessari greinargerð verður fjallað um fjórðu mest ræktuðu ferskvöru heims, kartöfluna. Farið verður yfir sögu hennar, næringargildi og ræktun og það magnaða hráefni sem kartaflan er. Markmið greinargerðarinnar er að fræðast enn frekar um kartöfluna, hvernig hún getur komið að liði í átt að aukinni sjálfbærni og hvernig við getum nýtt hana til hins ýtrasta til að stuðla að minni matarsóun með von um að sporna við hungursneið. Samhliða greinagerðinni fylgir uppskriftahefti með fjölbreyttum hugmyndum hvernig nýta má afganga af kartöflum í öll mál til að sporna við matarsóun.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| LokaverkefniÐ07.05.pdf | 906,9 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
| UppskriftaheftiD 07.05.pdf | 1,53 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
| 20230508115211824_HMK.pdf | 29,6 kB | Lokaður | Yfirlýsing |