is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45604

Titill: 
  • Við pössum jörðina : hvað þarf til að verða UNESCO - leikskóli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er UNESCO, hvernig það varð til og hvernig UNESCO - skólar urðu til og hver markmiðin eru með þeim. Byrjað er að fara í fræðilegu hlutina en síðan er komið inn á það hvernig fyrsti leikskólinn á Íslandi fékk þessa viðurkenningu og leiðir hans að þessu markmiði. Sjónarhorn barna og réttindi þeirra hafa breyst mikið síðustu ár og áratugi. Með tilkomu lögfestingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur sýn á börn breyst til batnaðar. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni Hvað þarf til þess að verða UNESCO skóli? Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er rauði þráðurinn í þessari ritgerð og gert er grein fyrir því hvernig hann tengist inn í leikskólastarfið. Leikskólinn Akrasel á Akranesi varð fyrsti UNESCO - leikskólinn á Íslandi, Akrasel hefur unnið ötullega frá opnun að umhverfismennt sem Grænfána leikskóli og tengir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við dagsdaglegt starf sitt. Einkunnarorð leikskólans eru NÁTTÚRA – NÆRING – NÆRVERA og er það mjög lýsandi fyrir starfsemi leikskólans, vel er hugað að öllum þessum þáttum í starfi hans.

Samþykkt: 
  • 11.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1,24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing (1)1.pdf259,21 kBLokaðurYfirlýsingPDF