is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45606

Titill: 
 • Áhrif hreyfingar á andlega líðan og námsárangur hjá börnum og unglingum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BS-gráðu í íþrótta- og heilsufræði á heilsueflingar, íþrótta og
  tómstundardeild við Háskóla Íslands. Þetta er heimildaritgerð þar sem notast er við
  fræðilegar heimildir. Lykillinn að hamingjusömu lífi er góð heilsa og andleg vellíðan. Vitað er
  að hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan barna og unglinga. Einnig sýna
  rannsóknir að hún hefur jákvæð áhrif á námsárangur. Í þessari ritgerð er farið yfir kenningar
  og rannsóknir sem tengjast því hvernig hreyfing getur bætt námsárangur barna og unglinga
  ásamt andlegri líðan.
  Regluleg hreyfing er grunnur að jafnvægi andlegrar heilsu ásamt námsárangri. Kyrrseta er
  alltaf að aukast í lífi okkar. Börn og unglingar eru farin að hreyfa sig minna í frístundum og
  eyða sífellt meiri tíma í skjánotkun. Samfélagið, foreldrar og skólar þurfa að taka sig á og
  stuðla að vitundarvakningu við þessari þróun þar sem kyrrseta hefur gríðarleg áhrif á andlega líðan sem og námsárangur barna og unglinga.

Samþykkt: 
 • 11.8.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaritgerð Hera Sigrún_removed.pdf839.71 kBLokaður til...01.05.2043HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing Lokaritgerð.pdf168.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF