en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45607

Title: 
  • Title is in Icelandic "Þetta er það besta sem ég hef séð og upplifað í stærðfræðikennslu" : viðhorf og reynsla kennara af innleiðingu kennslunálgunarinnar hugsandi skólastofa
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Stærðfræði spilar stóran þátt í menningu okkar og menntun. Það er því mikilvægt að huga vel að því hvernig stærðfræðikennsla fer fram og hver árangur hennar er. Úttektir á stærðfræðikennslu hérlendis bæði í grunn- og framhaldsskólum hafa leitt í ljós að árangur nemenda fer dvínandi. Ljóst er að hefðbundnar kennsluaðferðir undirbúa nemendur ekki nægilega undir framtíðina eða stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til stærðfræði. Hugmyndir um árangursríka stærðfræðikennslu eru stöðugt að þróast en hér verður skoðuð kennslunálgunin sem nefnist hugsandi skólastofa (e. Thinking Classrooms). Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skilja upplifun kennara sem notast við hugsandi skólastofu og hvort kennslunálgunin nær betri árangri en ríkjandi kennsluaðferðir gera. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að hugsandi kennslustofa nær mun betri árangri en hefðbundnar kennsluaðferðir. Kennarar upplifa eigin valdeflingu og finna að nemendur verða öruggari og þróa með sér mun jákvæðari viðhorf til stærðfræðinnar en með ríkjandi kennsluaðferðum. Kennararnir sem kenna eftir hugsandi skólastofu upplifa góðan stuðning frá skólastjórnendum og að yfirferð námsefnis sé bæði ánægjulegri og hraðari en ella. Á móti kemur að innleiðing hennar krefst mikillar vinnu. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að hugsandi skólastofa er raunhæfur og heildstæður rammi utan um stærðfræðikennslu til framtíðar og stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til stærðfræði.

Accepted: 
  • Aug 11, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45607


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
%22Þetta er það besta sem ég hef séð og upplifað í stærðfræðikennslu%22 Viðhorf og reynsla kennsla af innleiðingu kennslunálgunarinnar hugsandi skólastofa.pdf502.97 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing.pdf233.84 kBLockedDeclaration of AccessPDF