Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45608
Þessi rannsóknarskýrsla er byggð á starfendarannsókn sem var framkvæmd á skólaárunum 2019-2020 á yngstu deild leikskóla. Starfendarannsóknin var gerð af samstarfskonu minni, Helgu Guðmundsdóttir, og var rannsóknin meistaraverkefnið hennar í kennslufræðum við Háskóla Íslands. Rannsóknin ber titilinn, Fyrstu skrefin í leikskóla, Starfendarannsókn um aðlögun og tengslamyndun. Ég og samstarfsfólk mitt tókum þátt í rannsókninni og finnst mér áhugavert að sjá hvort að munur sé á milli ára. Meiri hluti foreldranna er að koma með yngri systkini barnanna sem voru á deildinni þegar Helga Guðmundsdóttir framkvæmdi starfendarannsókn sína í aðlögun til okkar. Rannsóknarskýrsla þessi mun kanna það hvort að foreldrar taki eftir þróuninni sem hefur orðið á starfsháttum og upplýsingaflæði á deildinni og hvort að það sé til hins betra.
Rannsóknarspurningarnar eru tvær:
Hafa breyttar aðferðir við aðlögun haft áhrif á tengslamyndun starfsfólks við börn og foreldra þeirra?
Hafa breyttar aðferðir við aðlögun haft áhrif á samskipti við foreldra barnanna?
Gögnum var safnað með því að halda úti rannsóknardagbók, vera hluti af aðlögun barnanna og með því að vera þátttakandi með deildarstjóra í mótttöku- og aðlögunarsamtölum við foreldra/forráðamenn barnanna. Gögnum úr Skólapúlsinum á innri starfsemi skólans og starfendarannsókn Helgu Guðmundsdóttur var notast við ásamt spurningalista sem ég útbjó og óskaði eftir svörum frá foreldrum barnanna. Aðferðum sem reyndust vel var haldið við en teknar út aðferðir og öðrum gagnlegri bætt inn í.
Niðurstöðurnar bentu til þess að aukin ánægja sé með upplýsingaflæði
deildarinnar, hvort sem það sé í formlegum eða óformlegum samskiptum, en að samskiptaforritið ATOZ megi vera uppfært reglulega af starfsmönnum deildarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð - leikskólakennarafræði.pdf | 582,22 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_ (2).pdf | 116,42 kB | Lokaður | Yfirlýsing |