is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45609

Titill: 
  • Kalli kynnist tómstundum : hvernig er hægt að fræða börn um mikilvægi tómstunda?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kalli kynnist tómstundum er barnabók sem fjallar um strákinn Kalla sem er í 1. bekk í grunnskóla. Hann æfir fótbolta því að flestir vinir hans eru í fótbolta en hann er ekki að finna sig þar. Í bókinni fær Kalli að kynnast fleiri tómstundum með hjálp pabba síns sem er bæði skilningsríkur og víðsýnn. Að lokum finnur hann tómstund við sitt hæfi og áttar sig á mikilvægi tómstunda. Út frá þessari bók geta börn aukið þekkingu sína á tómstundum og þekkt muninn á óskipulögðum og skipulögðum tómstundum. Þá getur bókin einnig hvatt börn og fullorðna til þess að prófa sig áfram í tómstundaiðkun. Þetta verkefni skiptist í tvo hluta, greinargerð og barnabók. Í þessari greinargerð verður fjallað um tómstundir og mikilvægi þeirra, tómstundamenntun, vináttu, mannréttindi barna, félagslega einangrun og barnabókmenntir með fræðslugildi. Í þessari greinargerð verður sýnt fram á mikilvægi tómstunda. Kalli kynnist tómstundum er bók þar sem markmiðið er að fræða börn um tómstundir og myndskreytingar bókarinnar ættu að kveikja áhuga barnsins við lestur.

Athugasemdir: 
  • Lykilhugtök:
    Tómstundamenntun, tómstundir, börn, mannréttindi, vinátta, leikur, fræðsla
Samþykkt: 
  • 11.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kalli kynnist tómstundum - greinargerð.pdf305,87 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Kalli kynnist tómstundum - Barnabók eftir Hólmfríði Svölu I..pdf37,54 MBLokaður til...08.05.2026BarnabókPDF
Skemman_Yfirlýsing.pdf171,3 kBLokaðurYfirlýsingPDF