is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45612

Titill: 
  • Tómstundir og fólk með geðfötlun : hindranir og ávinningur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ávinningur fólks með geðfötlun af þátttöku í tómstundum er mikill en það veldur áhyggjum að tómstundaþátttaka fólks með geðfötlun er minni en annarra. Þessi heimildaritgerð er 10 eininga lokaverkefni til bakkalárgráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að fjalla um tómstundaiðkun fólks með geðfötlun. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þær tómstundahindranir sem mæta einstaklingum með geðfötlun og hvaða jákvæði ávinningu hlýst af þátttöku í tómstundum. Sjúkdómseinkennin sjálf geta haft áhrif á tómstundaþátttöku geðfatlaðra en samfélagslegir þættir hafa einnig mikil áhrif. Fólk með geðfötlun er m.a. líklegra til að upplifa félagslega einangrun, fátækt og fordóma en allt eru það þættir sem geta hindrað tómstundaþátttöku. Gert verður grein fyrir þeim jákvæðu áhrifum sem iðkun tómstunda getur haft á líðan og líf fólks með geðfötlun. Í ritgerðinni verður varpað ljósi á hvaða þættir styðja við tómstundaþátttöku fólks með geðfötlun og hvað þyrfti að verða leiðarljós í tómstundastarfi sem miðar að þessum hópi fólks. Einnig verður fjallað um leiðir til að mæta betur þörfum fólks með geðfötlun, í tómstundastarfi sem er inngildandi.

Samþykkt: 
  • 11.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Tómstundir_og_fólk_með_geðfötlun_Hindranirogávinningur.pdf484.83 kBLokaður til...30.06.2024HeildartextiPDF
JóhannaYfirlýsing.jpg3.03 MBLokaðurYfirlýsingJPG