Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45613
CrossFit er mikið stundað á mörgum stöðum í heiminum. Það var stofnað árið 2000 og síðan þá hefur orðið bylting og fjöldi stöðva á heimsvísu nú orðinn yfir 12.000. Þar sem CrossFit er heitt umræðuefni og hefur fengið mikla umjöllun í samfélaginu er mikilvægt að skoða kosti og galla við íþróttina svo að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort CrossFit þjálfun henti þeim eða ekki. WHO (e. World Health Organization) ráðleggur almenningi að stunda reglulega hreyfingu og CrossFit æfingar fylla upp í þau skilyrði. CrossFit stuðlar að betri líkamssamsetningu, bættu hjarta- og æðakerfi, þjálfun á loftháða- og loftfirrtu þoli og stuðlar að bættri heilsu almennt. Það sem þarf hins vegar að hafa í huga við CrossFit iðkun er meiðslatíðni, ofþjálfunareinkenni þar sem æfingarnar eru mjög átakamiklar, og illa menntaðir þjálfarar. Við gerð rannsóknarinnar voru aðrar rannsóknir sem tengjast CrossFit teknar fyrir og bornar saman til að komast að niðurstöðu hver ávinningur og áhættuþættir eru við CrossFit þjálfun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerd_JonAxelJonasson.pdf | 509,79 kB | Lokaður til...01.05.2043 | Heildartexti | ||
Skemman_yfirlysing.pdf | 199,46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |