Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45619
Í grundvallarlögum íslensks réttar er kveðið á um þrígreiningu ríkisvaldsins og stöðu dómsvaldsins gagnvart löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Dómstólar eru einir af hornsteinum réttarríkisins og er sjálfstæði þeirra grundvallaratriði. Hlutverk dómsvaldsins er að hafa eftirlit með framkvæmdar- og löggjafarvaldinu og eiga dómarar að fara einungis að lögum í embættisverkum sínum. Mikilvægt er að í embætti dómara sækist hæfir menn og mega launakjör þeirra ekki vera því til hindrunar. Þá þurfa laun dómara að vera nægjanlega góð til að tryggja að þeir verði ekki öðrum háðir. Forræði á launamálum dómara er því viðkvæmur snertiflötur við aðra þætti ríkisvaldsins á sama hátt og vald til að skipa þá. Á Íslandi hefur framkvæmdarvaldið takmarkaða aðkomu að launaákvörðunum dómara sem ákveðin eru með lögum, þ.e. fastri krónutölufjárhæð sem tekur breytingum í júlí á hverju ári. Megintilgangur ritgerðar þessarar er að gera skil á heimildum framkvæmdarvaldsins til að hafa afskipti af launakjörum dómara. Til þess að varpa nánara ljósi á málaflokkinn verður einnig vikið að niðurstöðu Hérd. Rvk. 15. maí 2023 (E-3847/2022) vegna kæru héraðsdómara í kjölfar ákvörðunar um að breyta útreikningsaðferð á launum dómara.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.pdf | 389,91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 182,88 kB | Lokaður | Yfirlýsing |