is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4562

Titill: 
 • Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja?
Titill: 
 • The influence of internal marketing on corporate culture and organizational performance
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Innri markaðssetning er hugmyndafræði sem fyrirtæki nú til dags nýta sér í auknum mæli og er orðinn stór hluti af markaðssetningu fyrirtækja. Eins og nafnið gefur til kynna kemur innri markaðssetning við sögu innan fyrirtækja og skipulagsheilda og beinir sjónum sínum fyrst og fremst að starfsfólki, t.a.m. samskiptaferlum, starfsánægju og viðmóti gagnvart viðskiptavinum. Innri markaðssetning tengist því mannauðsstjórnun og fyrirtækjamenningu sterkum böndum. Hér á eftir verður leitast við að skoða áhrif innri markaðssetningar á fyrirtækjamenningu og kannað hvort þannig megi hafa áhrif á fyrirtækjamenningu.
  Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og spurningalisti notaður sem kenndur er við fræðimanninn Denison. Spurningalistinn skiptist upp í fjórar mismunandi víddir: aðlögunarhæfni, þátttöku og aðild, hlutverk og stefnu auk samkvæmni. Þátttaka og aðild er sú vídd sem hefur hvað mesta tengingu við innri markaðssetningu og var því lögð sérstök áhersla á hana í rannsóknarvinnunni.
  Markmið ritgerðarinnar er að skoða innri markaðssetningu í ákveðnu fyrirtæki og mæla þannig veikleika og styrkleika á ákveðnum þáttum tengdum innra markaðsstarfi. Innri markaðssetning skilgreinir hæft starfsfólk sem einn af lykilþáttum í þjónustufyrirtækjum og er því mikilvægt að stjórnendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að huga vel að þeim þætti ásamt skýru upplýsingaflæði innan fyrirtækisins. Með innri markaðssetningu má hafa áhrif á fyrirtækjamenningu sem er að hluta til huglæg og að hluta til lærð hegðun en stjórnast fyrst og fremst af aðgerðum stjórnenda fyrirtækja.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að jákvæð tengsl séu á milli innri markaðssetningar og árangurs annars vegar og fyrirtækjamenningar hins vegar. Benda niðurstöður til þess að með skilvirkri innri markaðssetningu megi hafa áhrif á fyrirtækjamenningu. Einnig hefur fyrirtækjamenning áhrif á frammistöðu sem lýsir sér í því að ef vel er búið að innri markaðssetningu hefur það jákvæð áhrif á frammistöðu fyrirtækja. Úrlausnir Denisons spurningalistans voru bornar saman við þrjú önnur íslensk fyrirtæki og mátti sjá að almennt voru fyrirtækin ekki að skila ásættanlegum árangri en fyrirtækið sem rannsakað var reyndist með slökustu útkomuna. Ýmsir þættir hafa þó eflaust spilað þar inn í og þar á meðal má nefna svartari horfur í efnahagslífi landsins nú á tímum sem getur endurspeglast í svörum þátttakenda.

Samþykkt: 
 • 22.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara Þórunn Óladóttir Houe_MS_fixed.pdf4.14 MBLokaðurHeildartextiPDF