en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/45623

Title: 
  • Title is in Icelandic Tímalína Íslandssögu : námsspil til kennslu í sögu á miðstigi grunnskóla
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi greinargerð fjallar um spilið Tímalína Íslandssögu, sem er námsspil ætlað til notkunar á miðstigi grunnskóla. Við gerð spilsins var spilið Timeline haft til fyrirmyndar þar sem byggt er á grunni þess og aðlagað að kennslu á Íslandi. Spilið byggist á því að raða sögulegum atburðum í rétta tímaröð sem aðstoðar nemendur að sjá sögu Íslands á sjónrænan hátt og hentar vel til að færa leik inn í sögukennslu. Til að mæta þörf á meiri áherslu á kvenna- og hinseginsögu, sem höfundi fannst vanta, var reynt að draga fram sem mesta kvenna- og hinseginsögu án þess að sleppt yrði mikilvægum atburðum úr sögu Íslands. Bakgrunnur kvenna- og hinseginsögu spilanna er einnig hafður í öðrum lit svo það sé auðvelt að taka út þau spil og spila eingöngu með þeirra sögu. Leikur er mikilvægur þáttur í lífi barna og hjálpar til við þroska þeirra. Leikir eru vinsælli í notkun á mótum leik- og grunnskóla en virðast svo fjara út því eldri sem nemendur verða, þó svo að Aðalnámskrá taki það fram að þeir séu jafn mikilvægir fyrir þá yngri sem og eldri nemendur. Með leikjum er einnig hægt að samþætta ýmsa þætti námsins á hentuga og skemmtilega máta. Farið verður yfir fræðilega skilgreiningu leiks, ásamt samband leiks og náms. Loks er greinargerð um spilið Tímalína Íslandssögu sem er fljótlegt í spilun og umfang þess lítið, og á að hjálpa nemendum að átta sig á atburðarás og framvindu sögulegra atburða á Íslandi. Þar sem spilið er fljótlegt í spilun er það hentugt fyrir kennara að grípa í til að brjóta aðeins upp á kennsluna ef hugur nemenda er farinn í annan heim.

Accepted: 
  • Aug 18, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45623


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Tímalína Íslandssögu.pdf1.11 MBOpenReportPDFView/Open
Skemman_yfirlysing (1) (1).pdf78.7 kBLockedDeclaration of AccessPDF