is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45624

Titill: 
  • Áhrif snjalltækja á máltöku barna : aukið framboð á erlendu efni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur orðið hröð tækniþróun þar sem börn, líkt og fullorðnir, nota mikið snjalltæki. Börn eru líka töluvert yngri þegar þau byrja að nota snjalltæki en það hversu ung börnin eru fer gegn skjáviðmiðum barna. Með auknu aðgengi barna að snjalltækjum hefur veruleg aukning orðið á ensku máláreiti í umhverfi þeirra á tímum máltökuskeiðs vegna aukins framboðs erlends efnis, sérstaklega á ensku, sem oft á tíðum er sérhannað fyrir börn. Þessi rannsóknarritgerð styðst við fyrirliggjandi gögn og markmið hennar er að kanna á hvaða hátt snjalltækjanotkun barna hefur áhrif á máltöku þeirra. Niðurstöðurnar benda til þess að snjalltækin aðstoða börn við að tileinka sér enska tungumálið en enn sem komið er standa þau sterk í íslensku. Margt kemur þó til hvað varðar máltöku barna en stærstu áhrifavaldarnir eru foreldrarnir sem leika stórt hlutverk í bæði snjalltækjanotkun barna og máltöku þeirra. Þá eru foreldrar fyrirmyndir barna sinna en snjalltækjanotkun og enskunotkun meðal barna veltur oft á tíðum á snjalltækjanotkun og viðhorfi foreldra til þeirra.

Samþykkt: 
  • 18.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaverkefni - Katrín Ósk Þorsteinsdóttir.pdf297.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing - Katrín Ósk.pdf9.64 MBLokaðurYfirlýsingPDF