is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45625

Titill: 
  • Grunnskóli í mótun : þróun skólahalds á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða þróun skólahalds á Íslandi. Tekin voru viðtöl við kennara sem hafa starfað í grunnskólum í meira en 40 ár og er því um eigindlega rannsókn að ræða. Með því að ræða við kennara sem hafa starfað svo lengi er hægt að fá góða innsýn inn í þá þróun sem hefur átt sér stað og fá vitneskju um túlkun þeirra sjálfra á þeirri þróun. Einnig er skoðað hvað þeim finnst vega mest í allri þessari þróun. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: Hver er upplifun kennara af þeirri þróun sem hefur orðið á skólahaldi á síðastliðnum 40 árum? Undirspurningarnar eru: Hvernig hefur aukin ábyrgð kennara breytt starfsumhverfi þeirra og hvernig hefur foreldrasamstarf haft áhrif á starfsaðstæður kennara? Helstu niðurstöður sýndu að kennararnir sem rætt var við voru ánægðir með þá þróun sem hefur átt sér stað á síðastliðnum 40 árum þó svo að þeir upplifi að kennarastarfið sé margbrotið starf sem veldur álagi og þá sérstaklega eftir að foreldrasamstarf jókst. Til eru ýmsar rannsóknir og rit um þróun skólahalds á Íslandi en ekki er til mikið af gögnum um hvað kennurum finnst um þessa þróun.

Samþykkt: 
  • 18.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún_Hulda_Edvardsdóttir.pdf451.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_KHE.pdf243.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF