en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/45626

Title: 
  • Title is in Icelandic "Skilningsleysi á eðli fötlunar og hræðsla við fatlað fólk" : mat starfsfólks í búsetuúrræðum á framkomu heilbrigðiskerfisins til fatlaðs fólks
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á framkomu heilbrigðiskerfisins í garð fatlaðs fólks og varpa ljósi á hvað hægt væri að gera betur og hvað er vel gert. Mikilvægi þessarar rannsóknar er að ýta undir þekkingu og stuðla að aukinni virðingu gagnvart fötluðu fólki.Framkvæmd var blönduð rannsókn með megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum meðal starfsfólks í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk. Áhersla var lögð á upplifun starfsfólks af framkomu heilbrigðiskerfisins í garð einstaklinga sem starfsfólk vinnur með. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að algengt er að heilbrigðiskerfið lítur frekar á fötlun einstaklingsins heldur en einstaklinginn sjálfan sem gerir það að verkum að fordómar aukast og fatlað fólk fær ekki þá þjónustu sem það þarf. Einnig hafa rannsóknir sýnt að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til fatlaðs fólks sé almennt neikvætt sem leiðir til neikvæðar umönnunar og ýtir undir neikvæðar staðalmyndir. Lagður var spurningalisti fyrir starfsfólk í búsetu, þar sem spurt var um reynslu á framkomu og hvað hægt væri að bæta að þeirra mati. Spurningalistinn var sendur á forstöðumenn sem komu listanum áfram til starfsfólks og svöruðu alls 45 starfsmenn. Niðurstöðurnar sýna fram á að þótt framkoma heilbrigðisstarfsfólks sé að öllu jöfnu sæmileg, er samt sumt sem reynist ábótavant, þar á meðal almenn félagsleg samskipti, þekking og skilningur. Mikilvægi niðurstaðna er að þessi rannsókn muni ýta undir jákvæðar breytingar á heilbrigðiskerfið og þjónustu þess við fatlað fólk.

Accepted: 
  • Aug 18, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45626


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni.pdf486.58 kBLocked Until...2028/05/01Complete TextPDF
Yfirlýsing.pdf90.17 kBLockedDeclaration of AccessPDF