is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45629

Titill: 
  • Heilsueflandi frístundaheimili : heilsuefling barna á frístundaheimilum Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin er rannsóknarskýrsla og byggir hún á eigindlegri rannsókn þar sem stuðst var við aðferðafræði tilfellarannsóknar við gagnasöfnunina. Hún leggur upp með rannsóknarspurninguna „hvers konar heilsuefling á sér stað fyrir börn á frístundaheimilum í Reykjavík?“ en undirspurningin „í ljósi þátta eins og vellíðanar, viðmiða og hindrana“ var einnig lögð fram til stuðnings og hún höfð að leiðarljósi við rannsókn þessa. Meginmarkmið var að skoða heilsueflandi starf frístundaheimila í Reykjavík og hvort þar sé unnið markvisst að heilsueflingu.
    Unnið var með eigindlega rannsóknarsniðið tilviksathugun (e. case study) þar sem byggt er á opinberum gögnum sem og eigindlegum viðtölum við fjóra aðila sem gegna starfi forstöðumanns/konu á frístundaheimilum í Reykjavík. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heilsuefling er virk á þeim frístundaheimilum sem voru rannsökuð en markvisst heilsueflandi starf er ábótavant að mati rannsakanda. Þátttaka í skipulögðu félags- og tómstundastarfi eflir alhliða þroska barna og samkvæmt fyrri rannsóknum getur markviss heilsuefling til viðbótar eflt framtíðarmöguleika þeirra á heilbrigði og velferð. Þar sem bæði andlegri og líkamlegri heilsu hrakar í samfélaginu, dregur rannsakandi þá ályktun að með inngripum og markvissu heilsueflandi starfi á þessu aldursskeiði sé hægt að fjárfesta í heilbrigði og vellíðan til framtíðar hjá börnum.

Samþykkt: 
  • 18.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HF-LokaskilBA-KK.pdf596.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_KK.pdf276.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF