is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45630

Titill: 
  • Er grunnskólinn að mæta þörfum allra nemenda? : hindranir í stuðningi og stoðþjónustu nemenda með fjölþættar stuðningsþarfir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi er skólaskylda fyrir öll börn frá 6-16 ára aldurs og lögbundin skólastefna um að menntakerfið hér á landi eigi að vera án allrar aðgreiningar. Nemendur með fjölþættar stuðningsþarfir eiga því jafnan rétt á aðgengi að sömu menntun í sínum hverfisskóla og aðrir nemendur. Út frá lögum er mikilvægt að skoða hvort allir nemendur séu að fá þá þjónustu sem þeir eiga rétt á í sínum grunnskóla. Í þessari rannsókn er grunnskólanám nemenda með fjölþættar stuðningsþarfir skoðað. Rannsóknarspurningin er: Hvaða hindranir eru í stuðningi og stoðþjónustu við grunnskólanemendur með fjölþættar stuðningsþarfir? Rannsóknin er eigindleg þar sem tekin voru sex hálfopin viðtöl við níu viðmælendur sem allir eru starfsmenn grunnskóla og koma þar að stoðþjónustu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þrátt fyrir að í öllum grunnskólum sé stoðþjónusta þarfnist hún á flestum stöðum bætingar. Grunnskólana skortir fjármagn og mikil vöntun er á fagfólki inn í skólana sem stendur í vegi fyrir að nemendur með fjölþættar stuðningsþarfir fái fullnægjandi stuðning í námi. Viðmælendur voru sammála um að þörf væri fyrir fleira fagfólk innan grunnskólanna, betri og aukna fræðslu kennara og breytingu á menntakerfinu í takt við lög til að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eru til staðar í grunnskólanámi barna með fjölþættar stuðningsþarfir. Mikilvægt er að grunnskólar landsins fái þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda til þess að geta sinnt nemendum með fjölþættar stuðningsþarfir og eftir hugmyndinni um skóla án aðgreiningar.

Samþykkt: 
  • 18.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45630


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er grunnskólinn að mæta þörfum allra nemenda?_FreydisDoggogKristinHelga.pdf492.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf687.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF