is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45634

Titill: 
  • Áhrif skjánotkunar á málþroska barna : skjátækjabyltingin - vandamál eða ný tækifæri?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um áhrif skjátækjanotkunar á málþroska barna og hvernig hægt er að nýta skjátæki í kennslufræðilegum tilgangi. Á síðustu árum hefur skjátækjanotkun aukist mikið, bæði meðal barna og fullorðinna. Samhliða því hafa sprottið upp áhyggjur af neikvæðum áhrifum hennar á málþroska ungra barna. Skjátækjanotkunin fer að miklu leyti fram á ensku og því hafa einnig verið settar fram spurningar um stöðu íslenskunnar. Hér verður farið yfir niðurstöður rannsókna, bæði innlendra og erlendra, sem hafa skýrt frá áhrifum skjátækjanotkunar á málþroska. Niðurstöður sýna að óhófleg skjátækjanotkun barna getur haft neikvæð áhrif á málþroska þeirra. Hins vegar geta tækin eflt málþroska barnanna séu þau notuð á réttan hátt. Eðli skjátækjanotkunarinnar virðist hafa meiri áhrif en magn hennar. Ennfremur benda niðurstöður rannsókna til þess að íslenskukunnátta barna sé ekki verri en áður, en enskukunnáttu þeirra hafi farið verulega fram. Foreldrar og kennarar geta nýtt niðurstöðurnar til að aðlaga skjátækjanotkun barnanna og vera meðvitaðir um hana svo að hún komi ekki niður á málþroska þeirra. Rannsóknir benda til þess að mikilvægt sé að velja vel það efni sem börnin nota í skjátækjunum svo það geti nýst til lærdóms. Auk þess er mikilvægt að skjátækjanotkunin komi ekki í stað hefðbundinna málörvunaraðferða, s.s. lesturs og mállegra samskipta, heldur styðji frekar við þau.

Samþykkt: 
  • 18.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-KristjanaBjörnsd.pdf640.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.Kristjana.pdf254.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF