is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45638

Titill: 
  • Hvernig stuðla kennarar að gagnrýninni hugsun nemenda í samfélagsgreinakennslu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar í grunninn um það hvernig kennarar stuðla að gagnrýninni hugsun nemenda í samfélagsgreinaskennslu og hvort það sé yfirhöfuð þörf á því. Fjallað verður um gagnrýna hugsun og hvernig hugtakið birtist í Aðalnámskrá grunnskóla 2011. Þar er lögð mikil áhersla á hugtakið og byggir ríkjandi menntastefna á sex grunnþáttum sem allir eiga það sameiginlegt að eiga rætur í gagnrýna hugsun. Einnig verður fræðileg umfjöllun um gagnrýna hugsun, hvort það sé yfirhöfuð hægt að kenna slíka hugsun og hvernig hún tengist lýðræði og lýðræðislegu skólastarfi eins og Aðalnámskrá gefur sterklega til kynna. Það verður fjallað um rannsóknir á starfsháttum sem sýna hvaða kennsluaðferðir eru ríkjandi í grunnskólum á Íslandi. Auk þess verður kannað hvernig kennsluaðferðum skal beita til að stuðla að gagnrýninni hugsun og hvað einkenni þær aðferðir. Þá verður fjallað sérstaklega um samræðufélag Lipmans og hans hugmyndir um heimspeki barna settar í samhengi við gagnrýna hugsun og lýðræðismenntun.

Samþykkt: 
  • 18.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tilbuið.pdf419.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf69.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF