is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45645

Titill: 
  • Félagsmiðstöð í plastkössum : aðstöðumunur félagsmiðstöðva
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um aðstöðumun og jafnt aðgengi að félagsmiðstöðvum á Íslandi. Áhuginn á félagsmiðstöðvastarfi kviknaði út frá vettvangsnámi mínu í nóvember 2022. Þar fékk ég að sjá hvað unglingum líður almennt vel í starfinu og það skiptir þau miklu máli að geta sótt starfið á eigin forsendum. Sjálf er ég utan af landi og sótti ég félagsmiðstöðina mikið á sínum tíma en eftir að hafa séð hvernig starfinu er háttað í Reykjavík nú á dögum sá ég tækifæri til að gera grein fyrir muninum á starfinu eftir sveitarfélögum. Kafað var í almenna starfsemi félagsmiðstöðva, fræðin sem starfið byggir á og gildi félagsmiðstöðva. Tekin voru viðtöl við forstöðumenn félagsmiðstöðva vítt og breitt um landið þar sem þeir svöruðu spurningum varðandi forvarnastarf í þeirra félagsmiðstöð, aðstöðuna og út á hvað starfið gengur. Út frá viðtalinu verður hægt að gera grein fyrir mun á milli félagsmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Niðurstöður leiða í ljós gríðarlegan aðstöðumun og mun styttri opnunartíma á landsbyggðinni heldur en í Reykjavík. Greinileg vöntun er á lögum um félagsmiðstöðvar ef jafna á rétt allra barna til félagsmiðstöðvastarfs.
    Lykilorð: félagsmiðstöð, sveitarfélög, aðstaða, forvarnir, unglingar, gildi, misrétti, reglugerðir

Samþykkt: 
  • 21.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- ritgerð 2023 Ljósbrá.pdf341,84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing .pdf1,53 MBLokaðurYfirlýsingPDF