is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45648

Titill: 
  • Félagsleg tengsl við jafningja og áhrif þeirra á nám og skólagöngu nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skólaganga og námsgengi barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er ákveðið áhyggjuefni enda reynist það vera ólíklegra að þau ljúki námi úr framhaldsskóla en jafnaldrar þeirra. Þá er árangur þeirra úr stöðluðum prófum að jafnaði slakari. Rannsóknir sýna einnig að þessi hópur barna nær síður að tengjast jafnöldrum af íslenskum uppruna vinaböndum meðal annars vegna tungumáls eða menningarlegra hefða. Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að fá innsýn í það hvort félagsleg tengsl nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn við jafningja á grunnskólaárunum skipti máli er kemur að námi og skólagöngu þeirra. Ritgerðin byggir á rannsóknum, greinum og kenningum á sviðinu. Niðurstöður benda til að nemendur sem tengjast síður bekkjarfélögum og finnst þeir ekki tilheyra í skólaumhverfinu standi verr námslega. Svo virðist vera að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn hafi minni aðgang að jafningjahópnum og eru í meiri hættu á að vera hafnað af honum. Vísbendingar eru því um að sú jaðarstaða þessa hóps meðal jafningja komi niður á námsgengi þeirra. Mikilvægt er að vanmeta ekki þátt jafningjahópsins þegar kemur að námi og skólagöngu. Skoða þarf betur hvernig megi koma til móts við þarfir nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn svo þeim farnist betur í íslensku samfélagi.

Samþykkt: 
  • 21.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María_Heildardrög.pdf474.21 kBLokaður til...08.05.2063HeildartextiPDF
skemman_yfirlysing.pdf800.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF