Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45655
Í þessu lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði verður skoðað hvert
mikilvægi tómstunda er fyrir betrunarferli fanga og hvernig þær geta auðveldað þeim að
aðlagast samfélaginu að lokinni fangelsisvist. Tómstundir eru mikilvægur hluti af lífi allra og
fangar eru þar ekki undanskildir. Rannsóknir hafa sýnt að með styðjandi leiðum, m.a. með
tómstundaþátttöku, er hægt að draga úr endurkomu fanga. Í fræðilegum hluta
ritgerðarinnar verður fjallað um hugtök tómstundafræðinnar, mikilvægi tómstunda,
tómstundamenntun, fanga og fangelsismál. Þá verður sjónum einnig beint að mikilvægi
félagslegra tengsla fyrir fanga og leiðum sem styðja við að þeir aðlagist samfélaginu á
jákvæðan hátt að lokinni fangelsisvist, með áherslu á tómstundamenntun. Niðurstöðurnar
benda til þess að tómstundir geti dregið úr endurkomu fanga og þær gegna því mikilvægu
hlutverki til að auðvelda föngum að aðlagast samfélaginu að lokinni fangelsisvist.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Petra_ BA Lokaeintak!!!.pdf | 427,87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_ LOKASKIL!!!!!!!!!!!!!!!.pdf | 521,98 kB | Lokaður | Yfirlýsing |