is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45659

Titill: 
  • Hinn tilgangsdrifni kennari : upplifun kennara af tilgangi sínum í starfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Menntakerfi 21. aldar hafa tekið örum breytingum og beina í auknum mæli sjónum sínum að heildstæðum þroska nemenda sem gerir auknar kröfur til kennara og færir þeim nýjar áskoranir. Hinn tilgangsdrifni kennari (e. the purposeful teacher) hefur þá sýn á starf sitt að það hafi langtímatilgang en slíkur kennari er talinn nauðsynlegur til þess að geta veitt nemendum heildstæða menntun. Hugtakið er vandfundið í íslenskri menntaumræðu þrátt fyrir að hugmyndir um heildstæða menntun séu ríkjandi hérlendis. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast aukinn skilning á upplifun íslenskra kennara af hinum tilgangsdrifna kennara og varpa ljósi á hvaða stuðning þeir telja sig þurfa til að átta sig á og framfylgja tilgangi sínum í starfi. Tekin voru fjögur einstaklingsviðtöl við starfandi grunnskólakennara sem síðan voru þemagreind. Helstu niðurstöður sýna að viðmælendur upplifðu tilgang sinn í starfi sem mikilvægan en mættu hindrunum þegar vinna átti eftir tilganginum. Þá settu viðmælendur fram hugmyndir um hvernig betur mætti styðja við hinn tilgangsdrifna kennara í íslensku menntakerfi. Niðurstöður rannsóknarinnar nýtast sem upphafspunktur í umræðunni um hinn tilgangsdrifna kennara hérlendis, gefa vísbendingar um hvernig íslenskt menntakerfi getur stutt betur við tilgang kennara í starfi en vekja einnig upp spurningar sem snerta þær kröfur sem gerðar eru til kennara í menntakerfum 21. aldar.

Samþykkt: 
  • 21.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hinn tilgangsdrifni kennari - Final.pdf462,24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_.pdf300,38 kBLokaðurYfirlýsingPDF