Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45668
Meirihluti heimsins er heltekinn af símunum sínum, kyrrseta eykst og útivera minnkar. Börn og ungmenni í dag virðast hafa minni tengsl við náttúruna í samanburði við fyrri kynslóðir sem notuðu ekki snjalltæki líkt og síma, tölvur eða sjónvörp í jafn ríku mæli. Þá átti náttúran stóran þátt í æskunni en í dag eru það snjalltækin sem skipa æ stærri sess. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á mikilvægi útiveru og hvernig mismunandi hagsmunaaðilar spila hlutverk í að hvetja eða letja til útiveru. Settar fram tillögur um hvernig hægt er að hvetja ungmenni til aukinnar útivistar. Verkefninu til stuðnings eru ýmsar fræðilegar greinar sem greina meðal annars frá því að verja tíma í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á andlega sem og líkamlega heilsu einstaklinga. Að verja tíma í náttúrunni fyrir ungmenni hefur ávinning fyrir m.a. þroska, vellíðan, heilsu og bætta einbeitingu. Ungmenni í dag glíma við heilsufars og geðræn vandamál sem hægt væri að minnka með aukinni útiveru og meiri snertingu þeirra við náttúruna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Ritgerð_2023_Viktoría Ásgeirdóttir.pdf | 366.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Viktoría Ásgeirsdóttir.pdf | 168.69 kB | Lokaður | Yfirlýsing |