Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45669
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. -prófs í grunnskólakennslu yngri barna við Háskóla Íslands.Samhliða þessari ritgerð var útbúinn gagnabanki með skapandi stærðfræðiverkefnum út frá Sprota 4. Verkefnin sem eru á síðunni eru búin til af höfundi. Megináhersla verkefnisins er að undirstrika mikilvægi þess að notast sé við sköpun í námi en sérstök áhersla er lögð á stærðfræðikennslu. Tilgangurinn með verkefninu er að búa til greiðan aðgang að fjölbreyttum verkefnum sem hægt er að leggja fyrir nemendur samhliða kennslu á kennslubókunum Sprota 4a og Sprota 4b.
Fjallað er um hvernig sköpun kemur fyrir í aðalnámskrá (2013) og mikilvægi þess að notast sé við fjölbreyttar aðferðir við kennslu. Með því að notast við fjölbreytta stærðfræðikennslu er hægt að nálgast stærðfræði á margvíslegan hátt. Stærðfræðin er sérstaklega til umfjöllunar þar sem höfundur hefur mikinn áhuga á stærðfræðikennslu og vill notast meira við sköpun í kennslu.