Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45674
Á undanförnum árum höfum við orðið vitni að breytingum í menntakerfinu. Kennsla með stafrænni tækni er orðin sífellt vinsælli. Þetta hefur leitt til þess að auknar kröfur eru gerðar til starfa kennara. Gert er ráð fyrir að kennarar öðlist stafræna hæfni í gegnum starfsþróun eða starfið sjálft. Tekin voru viðtöl við fjóra íslenska kennara og fjóra norska kennara en þeir voru valdir eftir hentugleika. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað einkennir góða starfsþróun kennara á sviði nýtingar stafrænnar tækni í námi og kennslu þar sem samanburður er gerður á viðhorfum íslenskra og norskra kennara. Starfsþróunin sem bæði íslenskir og norskir viðmælendur rannsóknarinnar fengu var jafningjafræðsla, sem fylgt var eftir af kennsluráðgjafa. Í niðurstöðum koma fram fimm þættir sem rannsakandi telur mikilvægt að hafa í huga þegar kennari nýtir stafræna tækni í námi og kennslu. Þættirnir eru: Jákvætt hugarfar kennara, góður stuðningur frá skóla og sveitarfélagi, samvinna og samskipti kennara, siðfræði og síðast en ekki síst þá þarf að tryggja langvarandi starfsþróun. Íslensku og norsku viðmælendur rannsóknarinnar fengu góða leiðsögn, gott aðhald og næg tækifæri til þess að kenna með stafrænni tækni. Þeir töldu að stafræn tækni styddist bæði við nútíðar- og framtíðarnám nemandans. Að mati höfundar hefur starfsþróun kennara varðandi kennslu með stafrænni tækni sem íslensku og norsku viðmælendur rannsóknarinnar lýsa, verið að mörgu leyti með svipuðum hætti bæði á Íslandi. Það komu þó fram tvær vísbendingar sem aðskildu þessa tvo hópa. Fyrsta vísbendingin var að íslensku viðmælendur rannsóknarinnar upplifðu jafningjastuðning. Jafningjastuðningurinn var í formi samskipta, hringekja, heimsókna í aðra skóla og almenns stuðnings kennara þegar kennt var með stafrænni tækni. Önnur vísbendingin var að norsku viðmælendur rannsóknarinnar sinntu námi og kennslu aðallegar með stafrænni tækni í gegnum norsku aðalnámsskránna (n. kunnskapsløftet).
In recent years, we have witnessed changes in the education system. Digital teaching
methods have become increasingly popular. This means that teachers are required to
acquire new digital skills through professional development. Eight interviews that were
collected through purposive sampling was conducted, four with Icelandic teachers and four
with Norwegian teachers. The aim of the research is to examine the best way to support and
develop teachers in the field of technology with comparison of two groups: Icelandic
teachers and Norwegian teachers. The professional development that the teachers from
Iceland and Norway experienced was peer-educational that was followed up by a
technological coordinator. The results of the study highlight five factors that must be
considered when a teacher develops his digital teaching methods. The factors are: Positive
attitude, good support from school and municipality, cooperation and communication
between teachers, ethics on the Internet and finally, you need to focus on long-term
professional development. Teachers in both Iceland and Norway received good guidance,
good supervision and enough opportunities to teach with digital technology and teaching
with digital technology supports the student's current and future learning. In the authors
opinion, the professional development of teachers in digital teaching methods has been
similar in Iceland and in Norway. The main difference was that the Icelandic interviewees of
the study experienced peer support. The peer support was in the form of communication,
peer circles, visits to other schools and general support to each other when teaching with
digital technology. The second difference was that the Norwegian interviewees of the study
organized learning and teaching with digital technology through the Norwegian main
curruculum (n. kunnskapsløftet).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Nýting og þróun stafrænnar tækni í námi og kennslu Viðhorf og reynsla íslenskra og norskra kennara.pdf | 1,77 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_Svavar_Mar_Olafsson.pdf | 222,11 kB | Lokaður |