is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4568

Titill: 
 • „Hér er borin virðing fyrir mér“ : samræmi milli þarfa unglinga og framhaldsskólans
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort mat íslenskra unglinga á andanum í skólanum og þeim kröfum og umhyggju sem kennarar þeirra sýna þeim á fyrstu árum framhaldsskóla samræmast þörfum unglinganna á þessum sviðum. Einnig var kannað hvort að tengsl væru á milli viðhorfa unglinga til skólans (andans í skólanum, væntinga og umhyggju kennara) annars vegar og námsgengis þeirra hins vegar.
  Í þessu verki var stuðst við nálgun um Positive Youth Development (PYD) sem útleggst á íslensku sem æskilegur þroski unglinga. Með þessari nálgun er ekki litið á unglinga sem vandamál í samfélaginu, heldur auðlind sem hægt er að nýta. Einnig var byggt á kenningu Eccles um samræmi (e. goodness of fit) milli þarfa nemanda og einkenna skólans.
  Spurningalisti var sérstaklega saminn fyrir þessa rannsókn og byggður á samsvarandi erlendum rannsóknum. Hann samanstóð af fjölvalsspurningum og opnum spurningum. Þátttakendur í rannsókninni voru 86 framhaldsskólanemendur. Spurningalistinn reyndist vel sem mælitæki og innri stöðugleiki var góður.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að skólinn samræmist að miklu leiti þörfum þátttakenda. Tengsl voru á milli viðhorfa þátttakenda til andans í skólanum og námsgengis þeirra. Tengsl voru einnig á milli viðhorfa þeirra til umhyggju kennara og námsgengis.
  Abstract:
  The goal of the current investigation was to examine the fit between the needs of adolescents and their school. In addition, the relation between adolescents´ view towards school climate, teachers´ expectations, and teachers care, and student achievement and engagement, was examined.
  This study was based on a Positive Youth Development (PYD) perspective. According to this approach, youth is viewed as resources to be developed, not problems to be managed. In addition, this research was based on the work of J. Eccles on the goodness of fit between the needs of students and the characteristics of their schools.
  A measurement tool, a questionnaire, was especially developed for this investigation and based on results from related studies from other countries. The questionnaire consisted of multiple choice questions and open ended questions. 86 adolescents participated in the study. The measurement tool worked well and the internal consistency of all scales was high.
  The main results of the study were that there was a good fit between the needs of the participants and their view towards school climate, teachers´ expectations to the students, and how much teachers cared for them. A significant correlation was between participants´ judgement of school climate and their achievement. There was also significant correlation between participants´ view on how much teachers cared for them and their achievement.

Samþykkt: 
 • 22.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ashildur_arnarsdottir_MEd_verkefni_fixed.pdf387.38 kBLokaðurHeildartextiPDF