is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45681

Titill: 
  • Menntun til sjálfbærni : er menntun réttur eða skylda?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að vekja athygli á krítískri menntunarfræði; hvað býr að baki, hvað er hægt að gera til að nýta hugmyndafræði krítískra menntunarfræðinga. Ritgerðin er eingöngu rituð eftir lesnum heimildum, ekki er notast við meigindlegar rannsóknir eða tölfræði þar sem ekki er svo auðvelt að heimfæra svoleiðis rök.
    Efni ritgerðarinnar er að miklu leyti byggt á hugmyndum og kenningum fræðimanna sem voru heimspekingar að mennt eða heimspekilega þenkjand og þá helst hugmyndum og fræðum Paulo Freire og aðal áhrifavöldum hans og þeim sem Freire hafði áhrif á síðar.
    Þessi ritgerð gagnast kennurum og uppalendum, þá sérstaklega þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í starfi, til að halda opnum hug varðandi menntun, þó fylgja þurfi námskrá og áætlunum er svigrúm til að kenna meira og fyrir kennara að læra af nemendum sínum á sama tíma. Einnig leitast ritgerðin við að hvetja uppalendur að kafa dýpra inn í ákveðin málefni, heimsmarkmiðin styðja menntun fyrir alla, það þarf að skoða hver sú menntun er og gæðin sem frí menntun hefur um allan heim.

Samþykkt: 
  • 23.8.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf173.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Soffía Þorsteinsdóttir - BA Ritgerð.pdf470.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna