Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45686
Tilgangur þessarar ritgerðar er að kanna áhrif áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra á tengslamyndun og samskiptahæfni fullorðinna barna, auk þess að greina verndandi þætti sem geta dregið úr neikvæðum afleiðingum þess að alast upp við slíkar aðstæður. Ritgerðin byggir á tengslakenningunni og fjölskyldukerfiskenningunni, sem benda til þess að frumreynsla af tengslum og fjölskyldulífi móti sambönd og samskiptahæfni einstaklinga fram á fullorðinsár. Gögnum var aflað úr ýmsum fræðigreinum og rannsóknum sem könnuðu langtímaáhrif áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra á þroska og líðan barna ásamt áhrifum á tengslamyndun og samskiptahæfni þeirra á fullorðinsárum. Í ljós kom að fullorðin börn foreldra sem misnota áfengi og vímuefni eru með hærri tíðni vímuefnaneyslu, geðrænna vandamála og neikvæðra tengslastíla og slakari samskiptahæfni. Niðurstöðurnar benda til þess að fyrirbyggjandi inngrip sem miða að því að draga úr neikvæðum áhrifum vímugjafa á einstaklinga og fjölskyldur ættu að taka tillit til einstaklings, fjölskyldu og umhverfisþátta. Verndarþættir eins og jákvæð tengsl, góðir viðbragðshæfileikar og aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu geta dregið úr neikvæðum áhrifum áfalla og vímuefnaneyslu og stuðlað að jákvæðum árangri fyrir börn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA - Sigríður Marta Ingvarsdóttir .pdf | 524,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing-SMI.pdf | 183,9 kB | Lokaður | Yfirlýsing |