Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/45688
Þetta verkefni er lagt fram sem lokaverkefni til B. Ed. prófs við Deild faggreinakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið er tvíþætt og skiptist í greinargerð og kennsluleiðbeiningar sem hugsaðar eru fyrir kennara á mið- og unglingastigi grunnskóla. Greinagerðin byggir á hugmyndafræði Carol Dwecks um vaxandi hugarfar nemenda. Ásamt því er fjallað um heilastarfsemi, fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsmat sem stuðla að vaxandi hugarfari nemenda. Kennsluleiðbeiningarnar eru heildstæður þáttur sem nýta má samhliða öðru kennsluefni. Markmið þeirra er að stuðla að bættu hugarfari og sjálfsvitund nemenda, eins og felst í lykilhæfni í aðalnámskrár grunnskóla. Hugarfarisem stuðlar að betri námsárangri og auknum áhugahvötum hjá nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla. Áhersla hugmyndafræðinnar, vaxandi hugarfar, er kenna nemendum hvernig á að breyta hugarfari sínu til að styðja og hvetja þá áfram í námi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni 2023 - Vaxandi hugarfar.pdf | 743,49 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 768,86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |