Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/45693
Rauður þráður í skáldævisögulegum smásögum bandaríska rithöfundarins Luciu Berlin (1936-2004) eru áföll og afleiðingar þeirra á einstaklinga og fjölskyldur. Hún var á undan sinni samtíð með opinskáum skrifum um erfið samskipti og ofbeldi í fjölskyldum, alkóhólisma og tráma. Smásögur Berlin njóta nú mikilla vinsælda og hafa verið þýddar á yfir þrjátíu tungumál. Hún hlaut þó ekki viðurkenningu fyrr en með útgáfu smásagnasafnsins A Manual for Cleaning Women árið 2015, ellefu árum eftir að hún lést. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir skáldævisöguforminu og hvernig enduruppgötvun og vinsældir verka Berlin í dag haldast í hendur við aukinn áhuga á bókmenntum sem sækja efnivið í raunveruleikann og byggja á lífi og reynslu fólks. Verk Berlin tala auk þess sterkt inn í samtímann vegna aukinnar vitundar um áhrif áfalla í dag og mikilvægi þess að vinna úr tráma. Hún skrifaði skáldævisöguleg verk löngu áður en hugtakið sjálft varð til og nýtti frelsi skáldævisögunnar og form smásögunnar til að endursegja og endurspegla atburði úr lífi sínu og til að vinna úr erfiðri lífsreynslu og áföllum. Verk Berlin eru skýrt dæmi um hversu vel skáldævisögulega formið er til þess fallið að segja frá því sem erfitt getur verið að segja frá í öðru formi. Hluti af þessu verkefni er þýðing á smásögunum „Mama“ og „Grief“ úr smásagnasafninu A Manual for Cleaning Women ásamt greinargerð um þýðinguna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Sumt er bara hægt að segja með sögum - MA-ritgerð - Kolbrún M. Hrafnsdóttir.pdf | 597.73 kB | Locked Until...2026/08/24 | Complete Text | ||
Yfirlýsing fyrir Skemmuna - Kolbrún M. Hrafnsdóttir.pdf | 406.75 kB | Locked | Declaration of Access |