is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/457

Titill: 
  • Samanburður á tvenns konar meðferð þorsks fyrir flökun með tilliti til verðmætis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um tvenns konar aðferðir á meðferð þorsks fyrir flökun m.t.t. verðmætis, annars vegar að setja fiskinn í krapa eftir hausun en hins vegar að hausa hann beint inn á flökunarvélar. Markmið verkefnisins er að kanna hvort núverandi aðferð að flokka fiskinn og setja í krapa skili meiri verðmætum heldur en að hausa beint inn á vinnslulínurnar og draga þar af leiðandi úr hnjaski. Rannsóknarspurning verkefnisins er því: Fáum við meiri verðmæti með því að hausa beint inn á línur og draga þannig úr hnjaski?
    Allur fiskur er flokkaður um borð í ísfisktogurum Brims hf. Fiskurinn er svo hausaður í landi, flokkaður og geymdur í krapakörum. Talið er að fiskurinn þyngist eitthvað í krapanum, en tímalengd í krapa hefur farið minnkandi og ekki er vitað hvort og þá hve mikil þynging verður við núverandi aðstæður. Einnig eru uppi efasemdir um þessa aðferð og telja sumir að fiskurinn verði fyrir óþarfa hnjaski, sem leiði til gæðarýrnunar.
    Sett var upp tilraun til að bera saman þessar tvær aðferðir. Notaður var fiskur úr sama holi í hverja prufu til að skekkja ekki tilraunina. Prufurnar voru metnar út frá gæðum og kannað var hversu mikið fór í hvern afurðaflokk. Í lokin var svo reiknað út hvor aðferðin gaf meiri verðmæti
    Fiskurinn þyngdist um tæp 2% í krapanum en þessi þynging skilaði sér ekki í auknu afurðamagni. Vinnslunýtingin var 2% betri hjá fiskinum sem ekki fór í krapa heldur en hjá fiskinum sem fór í krapa. Gæðalega séð komu aðferðirnar jafn vel út, þ.e. jafn mikið fór í hvern afurðaflokk af hráefninu. Þrátt fyrir að vinnslunýtingin hafi verið betri í fiskinum sem ekki fór í krapa skilaði hún sér ekki í mikið hærra afurðaverði. Ástæðan fyrir því er að þessi bætta vinnslunýting fór að mestu í blokk en ekki í dýrari afurðir eins og hnakkastykki. Þar af leiðandi verður ekki eins mikill munur á afurðaverði á milli þessa tveggja aðferða. Það skilaði því ekki marktækt meiri verðmætum að hausa beint inn á vinnslulínur heldur en að flokka fiskinn og setja í krapa í landi.
    Lykilorð: krapi, vinnslunýting, los, afurðir og afurðaverðmæti.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samanburdur.pdf584.28 kBTakmarkaðurHeildartextiPDF
samanburdur_h.pdf96.81 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
samanburdur_u.pdf106.8 kBOpinnSamanburður á tvenns konar meðferð þorsks fyrir flökun með tilliti til verðmætis - útdrátturPDFSkoða/Opna