is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4570

Titill: 
 • Græna netið á Akranesi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er tekið fyrir Græna netið á Akranesi, þar sem skoðuð eru gæði útivistarsvæða, leiksvæða og annarra svæða sem tilheyra Græna netinu. Í því samhengi eru skoðaðar tengingar milli þessara svæða, þ.e umferð gangandi og hjólandi. Markmiðin sem sett eru fram í upphafi eru að greina stefnu Akraneskaupstaðar hvað þessa málaflokka varðar, greina gæði Græna netsins út frá fræðilegum bakrunni og er þar stuðst við fræði Patrik Grahn og bókarinnar Plannlegging av grönnstruktur i byer og tettsteder, vinna úr þeim greiningum með því að kortleggja staði eftir gæðum, teningar þeirra á milli og byggðarinnar og að lokum eru skoðuð aðgengismál við helstu
  útivistarsvæði. Niðustöðurnar í megindráttum eru að Akranes hefur mörg svæði sem eru með
  útvistargildi sem eru mjög mikilvægir hlekkir í Græna netinu. En þau svæði sem voru með áberandi lítið upplifunarvægi voru leiksvæði og nýi miðbæjarkjarninn. Tengingar vantar á milli helstu útivistarsvæða og við strandlínuna. Tillaga er sett fram sem Grænt plan fyrir Akraneskaupstað, þar sem breytingar eru gerðar á stígakerfi bæjarins, komið með tillögur að þjónustusvæðum við helstu útivistarsvæði og síðast en ekki síst benda á þau svæði sem sérstaklega þarf að styrkja. Megin tilgangur tillögunar er að umferð gangandi og hjólandi sé höfð í fyrirrúmi, minnka bílanotkun, benda á þau svæði sem þarf að styrkja svo að það verði heilstætt kerfi útivistarsvæða og gott flæði stíga sé um alla byggðina svo að upplifun verði sem best. Akranes hefur upp á mörg góð útivistasvæði að bjóða sem fengu mikið upplifunarvægi samkvæmt greiningum og þá einna helst Langisandur, Garðalundur og Innstavogsnes.
  Með ört stækkandi byggð er mjög mikilvægt að standa vörð um þau svæði sem tilheyra Græna netinu því þau eru andrými bæjarbúa til að upplifa náttúru, menningu og holla hreyfingu.

Samþykkt: 
 • 23.3.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Græna netið á Akranesi -Íris Reynidsóttir.pdf4.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna