is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45703

Titill: 
 • Ákvörðunartaka sjúklinga byggð á samráði við hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Samráð við ákvörðunartöku í heilbrigðisþjónustu felur í sér að styðja við sjúklinga til þátttöku í eigin meðferð og til að taka upplýsta ákvörðun. Samkvæmt siðareglum hjúkrunarfræðinga og lögum um heilbrigðisstarfsmenn er hlutverk hjúkrunarfræðinga að veita persónumiðaða hjúkrun, hafa við sjúklinga samráð og virða rétt þeirra varðandi eigin meðferð. Hlutverk hjúkrunarfræðinga er óljóst í ákvörðunum varðandi meðferð sjúklinga. Skýra þarf það hlutverk svo þeir geti uppfyllt ofangreindar skyldur sínar og stutt sjúklinga til að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð. 
  Tilgangur: Að kanna hvað er vitað um hlutverk og reynslu hjúkrunarfræðinga af samráði við ákvörðunartöku (e. shared decsion making) sjúklinga í tengslum við hjúkrun.
  Aðferð: Gerð var kortlagningarsamantekt samkvæmt líkani Arksey og O‘Malley. Heimildaleit var gerð í PubMed, CINAHL, Scopus og leitað var að gráprenti í Google. Leitarorðin voru: nursing, shared decision making, self-care, cancer og chronic diseases. Leitartímabilið var frá upphafi til og með 2023.
  Niðurstöður: Alls fundust 2142 heimildir. Af þeim voru 16 fræðigreinar og 7 gráprent uppfylltu skilyrði. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki sem málsvarar til að aðstoða sjúklinga við að taka ákvarðanir í tengslum við greiningu, meðferð og umönnun. Alls komu fram 42 þemu og 87 lykilatriði úr meginniðurstöðum heimilda sem voru samþætt og byggð fimm þemu sem voru: Samráð er skylda hjúkrunarfræðinga, samráð krefst hæfni af hálfu hjúkrunarfræðinga, samráð er hluti af persónumiðaðri hjúkrun, sjúklingafræðsla leggur grunn að samráði og samráð er tengt menningu.
  Ályktanir: Skýra þarf betur hvaða þekking, hæfni og færni þarf að vera til staðar hjá hjúkrunarfræðingum varðandi samráð við ákvörðunartöku sjúklinga. Jafnframt hvað samráð hjúkrunarfræðinga og sjúklinga í ákvarðanatöku felur í sér og hvaða aðferðir og hjálpargögn hjúkrunarfræðingar geta notað til að efla það samráð. Slíkt er mikilvægt til að efla þátttöku og sjálfsumönnun og auka ánægju sjúklinga. Frekari rannsókna er þörf á þessu sviði.
  Lykilorð: hjúkrunarfræðingar, hjúkrun, kortlagningarsamantekt, samráð við ákvörðunartöku, sjúklingar

Samþykkt: 
 • 4.9.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/45703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ákvörðunartaka sjúklinga byggð á samráði við hjúkrunarfræðinga.pdf894.24 kBLokaður til...01.10.2024HeildartextiPDF
Lokaverkefni yfirlýsing+.pdf197.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF