is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/45705

Titill: 
  • „Eins og maður sé bara geimvera eða eitthvað“: Viðhorf hreyfihamlaðra kvenna til tækifæra á náms- og
    starfsferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugmyndir um störf, fyrirmyndir og trú á eigin getu hafa mótandi áhrif á markmið og stefnu fólks á starfsferli. Einstaklingar taka tillit til margra ólíkra þátta við leit að störfum og spilar félagsleg staða fólks stóran þátt. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast innsýn í upplifanir hreyfihamlaðra kvenna af áskorunum og tækifærum á starfsferli og hvernig fötlun litar ákvarðanatöku þeirra á náms- og starfsferli. Gildi þessarar rannsóknar fyrir fagsvið náms- og starfsráðgjafar liggur í þeim vísbendingum sem niðurstöðurnar gefa um veruleika samfélagshóps sem hefur verið heldur falinn, þannig að komist sé nær því að veita þeim viðeigandi ráðgjöf. Þær rannsóknarspurningar sem lagt var upp með eru: a) Hvernig upplifa hreyfihamlaðar konur áskoranir og tækifæri á starfsferli? b) Hvernig litar hreyfihömlun þeirra ákvarðanatöku tengda námi og störfum? Hér er stuðst við eigindlegar rannsókna aðferðir og byggir þessi rannsókn á viðtölum við átta konur á aldrinum 20-40 ára. Helstu niðurstöður benda til þess að viðmælendur upplifi skort á tækifærum á starfsferli sínum vegna fötlunar, bæði í skólakerfi og á vinnumarkaði. Áskoranirnar sem mæta þeim snúa einna helst að skorti á aðgengi og ætlaðri vangetu. Niðurstöður leiða einnig í ljós ákveðið flækjustig við ákvarðanatöku viðmælenda. Þær þurfa að taka tillit til fleiri þátta en þeir sem ófatlaðir eru, svo sem árekstra í kerfinu tengda tekjum og lífeyrisgreiðslum, líkamlegra hindrana, félagslegra viðhorfa, skorts á tækifærum til að kanna og móta starfsáhuga sinn og vegna skorts á fyrirmyndum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að huga þurfi sérstaklega að sýnileika hreyfihamlaðra einstaklinga á almennum vinnumarkaði.

  • Útdráttur er á ensku

    Ideas about jobs, role models and self efficacy all take part in individuals career construction. Individuals take many different factors into account in their vocational exploration, and people's social status plays a big part. The aim of this study is to gain insight into the experiences of physically disabled women of challenges and opportunities in their careers. Furthermore, I endeavoured to gain an understanding of how and if their disability affects their decision-making in their career development. This study contributes to the professional field of career counselling by elucidating the indications that the results give about their reality, thus getting closer to providing an often-hidden group with appropriate counselling. The research questions that underlie this study are 1) How do disabled women experience career challenges and opportunities? b) How does their disability affect their decision-making processes related to their choice of study and work? To answer these questions, I adopt a qualitative approach, administering semi-standardised interviewes with eight women, aged 20-40. My main finding is that because of the obstacles they face in the school system and in the labor market their career opportunities are significantly reduced. The challenges they face mainly relate to the lack of access and preconceived negative attitudes towards them. Their experiences highlight the persistent negative attitudes towards the physically disabled in modern society. Results also suggest a much higher level of complexity in interviewees' decision-making processes, than the non-disabled. For example, conflicts in the system related to income and benefits, physical barriers, social attitudes, lack of opportunities to explore and shape their career interests and due to the lack of role models. The results indicate that it is necessary to pay attention to the employment opportunities and visibility of persons with reduced mobility in the general labour market.

Samþykkt: 
  • 4.9.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/45705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_Skemman.pdf309.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Eins og maður sé bara geimvera eða eitthvað.pdf563.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna